Afturelding hafði betur gegn HK, 3:1, á Íslandsmóti kvenna í blaki en liðin áttust við í Fagralundi á föstudagskvöld.
Afturelding vann fyrstu hrinuna, 25:23, HK vann aðra hrinuna, 25:12 en Afturelding tryggði sér sigurinn með því vinna tvær síðustu hrinurnar, 25:12 og 25:14.
Stigahæstar hjá Aftureldingu:
Velina Apostolova 15 stig
Karen Björg Gunnarsdóttir 11 stig