Sigur og tap í kvöld hjá blakliðunum að Varmá.

Blakdeild Aftureldingar Blak

Tveir leikir að Varmá í kvöld í Mizunodeildinni í blaki.

Afturelding – Fylkir Mizunodeild karla

Fyrri leikur kvöldsins var á milli Aftureldingar og Fylkis í Mizunodeild karla og fór hann í fimm hrinur. Afturelding hóf leikinn betur og vann fyrstu hrinuna 25-14. Fylkismenn bitu frá sér í annari hrinu og jöfnuðu leikinn með því að sigra aðra hrinu 25-19. Í þriðju hrinu var jafnt á öllum tölum en Afturelding var sterkari í lokin á hrinunni og vann ha

na 25-22. Í fjórðu hrinu var hart barist en þá voru það Fylkismenn sem voru sterkari og unnu hrinun 25-20. Í oddahrinunni voru Fylkismenn mun ákveðnari í sínum aðgerðum og náðu strax góðu forskoti sem þeir létu ekki af hendi og unnu hrinuna 15-9 og þar með leikinn 3-2. Stigahæstir í liði Fylkismanna var Janis Novikovs langstigahæstur með 27 stig og Sergei Diatlovic með 13 stig. Í liði Aftureldingar voru stigahæstir Ismar 18 stig og Sebastian Sævarsson með 11 stig. 

 


Afturelding – Stjarnan Mizunodeild kvenna.

Í kvöld léku Afturelding, sem hefur ekki tapað hrinu á Íslandsmótinu í vetur, og Stjarnan, sem er í þriðja sæti deildarinnar að Varmá. Stjarnan hóf leikinn betur og voru mjög ákveðnar í byrjun. Afturelding vann sig hægt og rólega inní leikinn og í stöðunni 14-14 náði Afturelding yfirhöndinni og vann hrinuna 25-16. Í annari hrinu var Afturelding með undirtökin alla hrinuna en Stjarnan barðist vel. Hrinunni lauk með sigri Aftureldingar 25-19. Aftureldingarkonur kláruðu síðan leikinn með því að vinna þriðju hrinuna 25-11. Afturelding vann leikinn 3-0 og hafa því enn ekki tapað hrinu á Íslandsmótinu.

Lið Aftueldingar var mjög sterkt í þessum leik og sést það á stigaskori liðsins en stigahæst var Thelma Dögg Grétarsdóttir með 13 stig og síðan voru þær Auður Anna Jónsdóttir, Fjóla Rut Svavarsdóttir og Karen Björgvinsdóttir með 9 stig. Hjá Stjörnunni var það Elsa Sæný Valgeirsdóttir með 12 stig og Nicole Hannah Johansen með 4 stig.

Föstudaginn 12. desember kl. 19:00 munu liðin í tveimur efstusætum Mizunodeild kvenna, leika að Varmá en það eru lið Aftureldingar og HK 


Mynd með frétt tók Eggert Marinósson og þar sést Sergei Diatlovic skora eitt af stigum sínum í leiknum.