Karateæfingar hefjast hjá framhaldsiðkendum þriðjudaginn 6. september í bardagasal Aftureldingar í íþróttamiðstöðinni Varmá. Byrjendaæfingar hefjast viku seinna eða mánudaginn 12. september og fara einnig fram í bardagasalnum í Varmá. Afreksiðkendur eiga að mæta á sína fyrstu æfingu mánudaginn 5. september, en afreksæfingar verða í Egilshöll.
Sumarnámskeið í ágúst!
Óvenjumörg sumarnámskeið fyrir börn standa til boða hjá félaginu í ágúst. Við hvetjum foreldra og forráðamenn að skrá börn sín í þessi námskeið og taka þátt í skemmtilegu sumarstarfi í ágúst með okkur. Upplýsingar má nálgast á heimasíðu félagsins undir www.afturelding.is undir flipum deilda og á fésbókarsíðum deilda. • Handboltaskóli Varmá 2.- 5. ágúst og 8.- 11. ágúst. • Blakskóli …
Sumarnámskeið í ágúst!
Óvenjumörg sumarnámskeið fyrir börn standa til boða hjá félaginu í ágúst. Við hvetjum foreldra og forráðamenn að skrá börn sín í þessi námskeið og taka þátt í skemmtilegu sumarstarfi í ágúst með okkur. Upplýsingar má nálgast á heimasíðu félagsins undir www.afturelding.is undir flipum deilda og á fésbókarsíðum deilda. • Handboltaskóli Varmá 2.- 5. ágúst og 8.- 11. ágúst. • Blakskóli …
Sumarlokun skrifstofu
Skrifstofa félagsins verður lokuð frá 11. júlí til og með 22. júlí vegna sumarleyfa starfsmanna. Framkvæmdastjóri.
Merki Aftureldingar.
Af gefnu tilefni skal áréttað: Að í gildi er samningur milli Aftureldingar og Errea sem kveður á um að iðkendur félagsins klæðist eingöngu fatnaði frá Errea, merktum félaginu, á mótum og öðrum stöðum er þeir koma fram fyrir hönd félagsins. Samkvæmt þeim samningi er öðrum aðilum, er selja íþróttafatnað, óheimilt að nota merki Aftureldingar á sinn fatnað. Vinsamlegast virðið þennan samning. Séum við …
Nú er framundan sannkallað fótboltasumar þar sem landsliðið okkar spilar á EM í fyrsta skipti. Hér heima er líka allt á fullu í boltanum. Meistaraflokkar og yngri flokkar í Aftureldingu hafa byrjað leiki sína í Íslandsmótinu frábærlega og hvetjum við alla til að mæta vel í stúkuna í sumar og hvetja Aftureldingu. Liverpoolskólinn er næsta stórverkefni knattspyrnudeilar en skólinn verður hér á …
Innanfélagsmót 30. maí
Mánudaginn 30. maí ætlar Fimleikadeildin að standa fyrir Innanfélagsmóti í fimleikasalnum okkar kl 17:00-20:00. Mæting fyrir börnin er 16:30 en mótið hefst á slaginu 17:00 Mæting er í fimleikafötum/íþróttafötum með hár vel greitt frá andliti. Á mótinu munu þeir hópar keppa sem ekki hafa verið að keppa í vetur á öðrum mótum, þ.e.R-1 Gulur/Rauður/Grænn, R-2 kvk og kk, R-4 Gulur/Rauður …
Æfingar falla niður mánudaginn 16. maí
Kæru foreldrar/forráðamenn, Mánudagurinn 16. maí í næstu viku er annar í Hvítasunnu sem er almennur frídagur og þ.a.l. frí í skólum bæjarins. Íþróttahúsið að Varmá lokar einnig þann daginn kl 16:00. Engar æfingar eru því hjá Fimleikadeildinni næstkomandi mánudag. Kær kveðja, Stjórn og yfirþjálfarar Fimleikadeildar Aftureldingar
Hreyfivika 23. – 29. maí
Við viljum hvetja alla til að taka þátt í Hreyfiviku UMFÍ þann 23. – 29. maí n.k. Um er að ræða hvatningu til almennings um mikilvægi hreyfingar um alla Evrópu, átak sem fleiri og fleiri taka þátt í. Afturelding tekur aftur þátt í átakinu og bjóða frjálsíþróttadeild og knattspyrnudeild börnum að koma á æfingar í hreyfivikunni án endurgjalds. Sjá æfingatöflur …
Fimleikar – Æfingar falla niður 5. maí
Fimmtudaginn 5. maí í þessari viku er Uppstigningardagur og þ.a.l. frí í skólum bæjarins. Íþróttahúsið að Varmá lokar einnig þann daginn kl 16:00. Engar æfingar eru því hjá Fimleikadeildinni næstkomandi fimmtudag.