Innanfélagsmót 30. maí

Ungmennafélagið Afturelding

Mánudaginn 30. maí ætlar Fimleikadeildin að standa fyrir Innanfélagsmóti í fimleikasalnum okkar kl 17:00-20:00.
Mæting fyrir börnin er 16:30 en mótið hefst á slaginu 17:00
Mæting er í fimleikafötum/íþróttafötum með hár vel greitt frá andliti.
Á mótinu munu þeir hópar keppa sem ekki hafa verið að keppa í vetur á öðrum mótum, þ.e.
R-1 Gulur/Rauður/Grænn,
R-2 kvk og kk,
R-4 Gulur/Rauður og
R-6 kk.
Mótið er hugsað sem tækifæri fyrir þessi börn að venjast mótaumhverfi á lærdómsríkan og skemmtilegan hátt og þau fá svo viðurkenningu í lok mótsins.