Nú fer að líða að því að vetrarstarf fari í gang aftur og nú er verið að smíða æfingatöflur í sali sem verða tilbúnar í lok mánaðar. Á formannafundi kom upp tillaga um að fá sýnishorn af öllum stærðum af æfingagalla félagsins svo að stjórnir deilda eða foreldraráð sem ætla að kaupa á flokka sína gætu komið og mátað stærðir á skrifstofu félagsins. …
Sumarlokun á skrifstofu
Skrifstofa Aftureldingar verður lokuð vegna sumarfría starfsmanna frá 6. júlí til 24. júlí n.k. Erindi sem þola ekki bið berist á umfa@afturelding.is Framkvæmdastjóri.
Fjör á Orkumótinu í Eyjum
Strákarnir á eldra ári í 6. fl. karla fóru á Orkumótið í Vestmannaeyjum og var gleðin þar sannarlega við völd. Eftir gott gengi á fyrsta degi var farið í skrúðgöngu niður á Týsvöll og þar tók við hefðbundin dagskrá. Eins og áður var keppt í boðhlaupi og gerðu strákarnir okkar sér lítið fyrir og urðu fyrstir af öllum liðum við mikinn fögnuð viðstaddra. …
Liverpoolskólinn
Það er fjör á Tungubökkum þessa dagana enda Liverpoolskólinn á fullri ferð þar. 15 þjálfarar frá Liverpool klúbbnum kenna börnum réttu taktana og hvetjum við bæjarbúa til að kíkja við á svæðið og sjá efnileg börn í knattspyrnuskólanum í frábæru æskulýðsstarfi.
Liðadagar í Intersport
Aftureldingarbúningar á tilboði. Keppnisbúningar Aftureldingar og utanyfirgallar fást í Intersport Áfram Afturelding!
Innanfélagsmót 22. maí
Innanfélagsmót Fimleikadeildar Aftureldingar fer fram föstudaginn 22. maí. Mótið hefst kl 16:00 og stendur yfir til 19:30. Mótinu verður skipt í tvennt. Í fyrri hluta munu R1, R2, R3-Gulur og R30 keppa, en í seinni hluta keppa R3-Rauður, R4, R11-Gulur, R11-Rauður, R20-Grænn og R20-Blár. Eftir hvorn hluta fyrir sig verður svo sýningaratriði frá keppnishópunum okkar.
Frí mánudaginn 25. maí
Við minnum á að engar æfingar verða mánudaginn 25. maí næstkomandi hjá Fimleikadeildinni. Um er að ræða almennan frídag og Íþróttamiðstöðin að Varmá lokar kl 16:00 þennan dag.
Boltinn farinn að rúlla!
Nú er tímabil vetraríþrótta liðið og boltinn farinn að rúlla í knattspyrnunni. Við hvetjum alla til að standa saman og mæta á leiki Aftureldingar í sumar í Pepsi-deild kvenna og 2. deild karla og ótral fjölliðamótum sumarsins í yngri flokkum á Tungubökkum. Munið sumarnámskeiðin sem nú er verið að skrá í, frjálsíþróttaæfingar úti og fleira fjör. Liverpoolskólinn er að verða …
Sumaræfingartímar
taka gildi á morgun 18.mai