Fjör á Orkumótinu í Eyjum

Ungmennafélagið Afturelding

Strákarnir á eldra ári í 6. fl. karla fóru á Orkumótið í Vestmannaeyjum og var gleðin þar sannarlega við völd. Eftir gott gengi á fyrsta degi var farið í skrúðgöngu niður á Týsvöll og þar tók við hefðbundin dagskrá. Eins og áður var keppt í boðhlaupi og gerðu strákarnir okkar sér lítið fyrir og urðu fyrstir af öllum liðum við mikinn fögnuð viðstaddra. Strákarnir stóðu sig vel og voru til fyrirmyndar.
k.g.þ.