Uppskeruhátíð Aftureldingar laugardaginn 1. nóv. n.k.

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Uppskeruhátíð Aftureldingar fer fram laugardaginn 1. nóv. kl. 14.00 við hátíðlega athöfn að Varmá. Íþróttafólk deilda verður tilnefnt og íþróttakarl og kona félagsins útnefnd úr þeim hópi ásamt því að veittar verða fleiri viðurkenningar. Fyrir hádegi verður opið hús í nýja fimleika- og bardagahúsinu þar sem fimleikadeild, karatedeild og taekwondodeild taka á móti gestum. Sjá nánar auglýsingu um viðburð þennan hér. …

Æfingar í nýjum bardagasal í Varmá

Ungmennafélagið Afturelding

Frá og með mánudeginum 6. október fara allar æfingar karatedeildarinnar í íþróttamiðstöðinni við Varmá fram í nýjum bardagasal Aftureldingar. Afreksæfingar sem áður fóru fram í Egilshöll eru nú einnig í nýja bardagasalnum en þær eru fyrir ákveðna framhaldsiðkendur. Gerðar hafa verið smávægilega breytingar á æfingatöflu framhaldsæfinga fullorðinna og unglinga, sjá nánar hér að neðan. Byrjendaæfingar fullorðinna verða áfram í Egilshöll.

Lokaðir hópar og biðlistar

Ungmennafélagið Afturelding

Vegna gífulegrara aðsóknar verðum við að loka á skráningar í eftirfarandi hópa: R1 R2 R11 R20 R30 T- hópar á miðvikudögum Ef þið viljið skrá barnið ykkar á biðlista sendið tölvupóst á sigrun@lestrargreining.is með nafni barns, aldri barn, nafn á hópi sem verið er að skrá á biðlista hjá og símanúmer foreldris.

Fullorðins fimleikar

Ungmennafélagið Afturelding

Loksins getum við boðið upp á fullorðins fimleika hjá Fimleikadeild Aftureldingar. Tímarnir verða á þriðjudögum og fimmtudögum frá 20:00-21:30 og mun Þröstur Hrafnsson sjá um þjálfunina, en hann er með mikla þjálfara- og fimleikareynslu. Áætlað er að æfingar hefjist í næstu viku ef nægur fjöldi þáttakanda næst. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum skráningarkerfi Nóra https://afturelding.felog.is/. Bæði er hægt …

Æfingatöflur 2014 – 2015

Ungmennafélagið Afturelding

Hér má sjá æfingatöflur sem taka gildi 1. sept. 2014. Nýtt! Hér má sjá leiðbeiningar fyrir foreldra til að ská inn börn sín Æfingatafla í sal 1 Varmá sjá hér Æfingatafla í sal 2 Varmá sjá hér Æfingatafla í sal 3 Varmá sjá hér Æfingatafla í sal Lágafelli sjá hér Æfingatafla í karate sjá hér Íþróttaskóli barnanna laugardögum sjá hér …

Parkour og fullorðinsfimleikar

Ungmennafélagið Afturelding

Fimleikadeildin stefnir á að hafa Parkour og fullorðinsfimleika kennslu í nýja fimleikahúsinu. Settar verða inn upplýsingar á heimasíðuna um leið og tímasetningar og þjálfaramál eru komin á hreint. ——————————— Fimleikadeild Aftureldingar leitar að öflugum þjálfurum í Parkour og fullorðinsfimleika kennslu í glænýju og stórglæsilegu fimleikahúsi deildarinnar. Umsóknir skulu berast á fimleikar@afturelding.is. Í umsókn skal greina frá menntun, reynslu af þjálfun …

Æfingar eru byrjaðar!

Ungmennafélagið Afturelding

Komdu og prófaðu frítt í heila viku.