Loftgæði – útiæfingar á gervigrasvelli

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Eins og allir hafa séð hefur borið á loftmengun vegna eldgoss í Holuhrauni undanfarnar vikur. Austlægar vindáttir beina gastegundum í átt að höfuðborgarsvæðinu þegar þannig blæs. Foreldrar eru beðnir að fylgjast með og meta hvort aðstæður geti verið þannig að börnum þeirra sé ekki óhætt að fara á útiæfingar á gervigrasvellinum. Á þetta sérstaklega við um börn sem eru með undirliggjandi öndunarfærasjúkdóma. Búast má við að þjálfarar geti þurft að fella niður æfingar nái mælingar hættumörkum. Mælar Umhverfisstofnunar sem eru næst Mosfellsbæ eru staðsettir í Völundarholti 1 og á Grensásvegi í Reykjavík. Á vef www.reykjavik.is/loftgaedi má sjá daglegar upplýsingar um mælingar og viðbrögð við loftmengun.
Framkvæmdastjóri.