Beltapróf 8.júní

Ungmennafélagið Afturelding

Föstudaginn 8.júní verður beltapróf í karate en það er jafnframt síðasti karatetíminn á þessari önn. Minnt er á að lágmarksmæting til að geta tekið próf er 60%. Prófdómari er Willem C. Verheul, yfirþjálfari karatedeildar Aftureldingar.

Nánari tímasetningar beltaprófs verða auglýstar síðar.

Íslandsmeistarar í blaki!

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding, Fréttir

Aftureldingarkonur unnu Íslandsmeistaratitilinn í blaki 2012 í annarri viðureign liðsins um titilinn við Þrótt Neskaupsstað í dag.

Breyttur afgreiðslutími á skrifstofu félagsins.

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding, Fréttir

Afgreiðslutími skrifstofu Aftureldingar breytist frá og með þriðjudeginum 10. apríl 2012. Skrifstofa Aftureldingar mun frá þeim degi verða opin frá klukkan 13-16 , virka daga.
Svarað verður í síma á afgreiðslutíma skrifstofunnar.

Aðalfundur karatedeildar

Ungmennafélagið Afturelding

Aðalfundur karatedeildar Aftureldingar verður haldinn fimmtudaginn 22.mars n.k. í skólastofunni, Varmá.