Íslandsmót unglinga sem átti að fara fram í mars sl. var haldið helgina 25-27. okt í Mosfellsbæ. Badmintondeild Aftureldingar sótti um að halda mótið þetta árið þar sem aðstaðan að Varmá er orðin hin glæsilegasta með nýju gólfi og ljósum.
Vegna sóttvarnareglna voru engir áhorfendur leyfðir og mótinu skipt upp í 2 hópa þar sem u11, U13 og U15 spiluðu saman og U17 og U19.
Hófst mótið á föstudagskvöldi og var spilað stíft fram til 18 á sunnudag. Allt mótið var sýnt á Afturelding TV og þar er hægt að nálgast upptökur.
Afturelding átti 15 spilar af 130 keppendum á mótinu.
Allir aðilar sem komu að mótinu voru virkilega ánægð með aðstöðuna hjá okkur og hvernig að mótinu var staðið. Við þökkum öllum okkar sjálfboðaliðum kærlega fyrir aðstoðina!
Íslandsmeistari
Hlynur Gíslason gerði sér lítið fyrir og vann U19B einliða leik en hann vann Orra Einarsson (BH) í 3 lotum 21-14 / 19-21 / 21-17
Ágúst Óskarsson lenti í 2. sæti í U13B eftir æsispennandi úrslitaleik við Brynjar Pálsson (BH) í 3 lotum 16-21 / 21-14 / 22-20
Dagbjör Erla og Brynja Lóa til úrslita í U15 og létu í lægra haldi fyrir Lilja Bu og Sigurbjörg Árnadóttir 21-3 / 21-8
Myndir frá helginni