Unglingamót Aftureldingar 17-18 febrúar 2024

Badmintondeild Aftureldingar Badminton

Helgina 17-18 febrúar næstkomandi verður Unglingamót Aftureldingar haldið í Íþróttamiðstöðinni að Varmá.

Keppt verður í einliðaleik, tvíliðaleik og tvenndarleik í flokki A og B, U13, U15, U17 og U19.
Úrslit í A-flokki gefa stig inn á styrkleikalista og er hluti af Stjörnumótaröð BSÍ.

Keppnisfyrirkomulag verður þannig að keppt verður í riðlum í einliðaleik en útslætti í tvíliða- og tvenndarleik.
Skráningu lýkur mánudaginn 12. febrúar.

Hlökkum til að sjá sem flesta! 🏸🏸