3-0 sigur á Þrótti Nes í dag !

Blakdeild AftureldingarBlak

Í fyrstu hrinu var jafnt á öllum tölum en í stöðunni 16-16 náði Afturelding yfirhöndinni og vann hrinuna 25-17. Þróttarkonur mættu ákveðnar til leiks í hrinu 2 og og leiddu hrinuna 12-6 en Afturelding vann sig inn í leikinn og jafnaði 16-16. Á þessum tíma voru það öflugar uppgjafir Aftureldingar sem voru að valda Þrótti vandræðum. Afturelding náði yfirhöndinni á meðan móttökur Þróttar voru ekki góðar. Hrinunni lauk með sigri Aftureldingar 25-20 og staðan 2-0 í hrinum. Þriðja hrina þróaðist á svipaðan hátt þar sem Þróttur byrjaði sterkt en Aftureldingarkonur voru mjög ákveðnar og náðu fljótlega yfirhöndinni og voru það ekki síst öflugar uppgjafir sem voru að valda Þrótti vandræðum. Afturelding kláraði hrinuna á öruggan hátt 25-16 og vann leikinn örugglega 3-0.

Stigahæstar í liði Aftureldinga voru Zaharina Filipova,  Auður Anna Jónsdóttir og Thelma Dögg Grétarsdóttir með 12 stig. Hjá Þrótti Neskaupsstað var Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir með 18 stig og þær Erla Rán Eiríksdóttir og Lilja Einarsdóttir með 7 stig.

  

Staðan í Mikasadeild kvenna eftir þennan leik er því þannig að Afturelding er efst með 29 stig eftir 11 leiki, HK er í öðru sæti með 22 stig eftir 9 leiki og Þróttur Neskaupsstað er með 21 stig eftir 9 leiki.

Myndir með frétt eru teknar af Ragga Óla ( ljósmyndara Mosfellings)