HK komst í 1-0 með sigri í fyrstu hrinu 25-22 en Afturelding vann næstu tvær hrinur 25-22 og 25-13 og breytti stöðunni í 2-1 sér í hag. HK hafði betur í fjórðu hrinu 25-22 og tryggði sér oddahrinu sem Afturelding svo vann 16-14.
Elísabet Einarsdóttir var stigahæst í liði HK með 17 stig en Thelma dögg Grétarsdóttir gerði 16 stig fyrir Aftureldingu.
Afturelding er efst í deildinni með 34 stig og HK situr í þriðja sæti með 29 stig en þeirra á milli er Þróttur Nes með 30 stig.