Afturelding B – Deildarmeistarar í 1.deild kvenna

Blakdeild AftureldingarBlak

Það var mikil spenna fyrir leikinn í gær að Varmá í Mosfellsbæ. Grundafjörður hefur verið í baráttunni um verðlaunasæti í allan vetur og hefði með sigri geta færst ofar í töflunni. Afturelding vann fyrstu hrinuna í leiknum 25-19 en í annarri hrinunni virtist sem UMFG myndi hafa sigur. Jafnt var á flestum tölum í lokin eftir að Afturelding jafnaði 22-22 og endaði hrinan 30-28 og þetta eina stig því komið í höfn hjá heimaliðinu. Þriðja hrinan endaði svo 25-14 og leikurinn unninn 3-0.
Afturelding B hampaði deildarmeistaratitlinum í 1. deild kvenna árið 2015 en Valdimar Leó Friðriksson, formaður UMSK afhenti fyrirliða Aftureldingar B bikarinn. 
Mikil spenna er um 2. sætið í deildinni en aðeins er 1 leikur eftir. Ýmir er í öðru sætinu með 31 stig og HK B í því þriðja með 28 stig en þær eiga leik til góða. HK B þarf þrjú stig í leiknum gegn Stjörnunni A á föstudagskvöld til að hirða 2. sætið af Ými þar sem HK B hefur betra hrinuhlutfall. Nái liðið ekki þremur stigum verður Ýmir í 2. sæti deildarinnar og HK B í því þriðja.