Eftir gífurlega jafna viðureign vann HK í oddahrinu og var leikurinn mjög skemmtilegur og vel leikinn af báðum liðum. 3. flokkur stúlkna urðu því 2. sæti í bikarkeppninni sem er mjög góður árangur.
2. flokkur drengja og stúlkna léku síðan á sunnudeginum. Drengirnir spiluðu vel en náðu ekki að komast í úrslitaleikinn. Stúlknalið Aftureldingar í 2. flokki lék mjög vel og eftir spennandi leik í undanúrslitum á móti Þrótt frá Neskaupsstað mættu þær KA í úrslitum. Í úrlsitaleiknum var Afturelding sterkari aðilinn og vann öruggan sigur og urðu þar með bikarmeistarar stúlkna í 2. flokki í fyrsta skipti.
Við þökkum blak krökkunum okkar fyrir þátttökuna og óskum öllum keppendum til hamingju með glæsilegan árangur.