Afturelding með öruggan sigur á HK

Ungmennafélagið AftureldingBlak

Afturelding tók á móti HK í Mizunodeild karla í kvöld en leikið var í Varmá í Mosfellsbæ. Afturelding lék í dag án fyrirliðans Alexanders Stefánssonar sem var frá vegna meiðsla en hjá HK vantaði einnig fyrirliðan Lúðvík Már Matthíasson sem var einnig frá vegna meiðsla og þá voru Ismar Hadziredzepovic og Benedikt Baldur Tryggvason frá vegna veikinda.

Afturelding byrjaði leikinn mjög vel og voru snemma komnir með ágætis forystu. Hinn ungi Kristinn Freyr Ómarsson átti stórleik í liði Aftureldingar og áttu HK í vandræðum með að loka á hann frammi við net. HK náði hægt og rólega að nálgast heimamenn en reyndist það ekki nóg. Afturelding fór með sigur í fyrstu hrinu 25-21. HK mættu ákveðnari í hrinu tvö og voru megnið af hrinunni, leit út fyrir nokkuð þæginlegan sigur HK en Aftureldingar menn voru ekki á þeim nótunum. Afturelding jafnaði í stöðunni 22-22 og fór hrinan í upphækkun. Að lokum hafði HK betur 28-26 eftir sóknarmistök frá Aftureldingu.

Afturelding tók svo næstu tvær hrinur 25-19 og 25-22 og tryggðu sér því mikilvægan 3-1 sigur. Stigahæstur í leiknum í dag var Piotr Kempisty leikmaður Aftureldingar með 23 stig en næstur á eftir honum kom liðsfélagi hans Radoslaw Rybak. Stigahæstur í liði HK var Theódór Óskar Þorvaldsson með 18 stig.

Afturelding er eftir sigurinn komnir í 10 stig eftir 10 leiki og jafna þar með Þrótt Nes að stigum, en liðin sitja í neðstu tveimur sætum Mizunodeildar karla. HK er enn í öðru sæti, með 18 stig eftir 12 leiki.

Með sigri Aftureldingar er nokkuð ljóst að KA eru orðnir deildarmeistarar 2019.