Þjálfarateymi U17 stúlkna hefur valið 17 stúlkur í úrtakshóp í unglingalandslið U17 sem fer til Tékklands í byrjun janúar í Evrópumót. Tvær stúlkur úr Aftureldingu eru í hópnum.
Daniele Capriotti er yfirþjálfari kvennalandsliða og verður sjálfur aðalþjálfari þessa liðs sem fer til OLOMOUC í Tékklandi dagana 4.-8. janúar 2018. Erla Bjarný Jónsdóttir er aðstoðarþjálfari liðsins og hafa þau valið 17 leikmenn í úrtakshóp sem æfir nokkra daga fyrir jól. Lokahópurinn verður valinn fyrir jól. Í hópnum eru tvær stúlkur frá Blakdeild Aftureldingar.
Úrtakshópur U17 stúlkna
Daníela Grétarsdóttir, Afturelding
Valdís Unnur Einarsdóttir, Afturelding
U17 ára liðið er skipað leikmönnum fæddir 2002 og síðar en leikið er í riðlum í 2. umferð. Í riðli Íslands eru lið Spánar, Slóveníu og Tékklands. Allar upplýsingar um mótið má finna á heimasíðu Evrópusambandsins, CEV.lu.