Í kvöld fór fram einn leikur í Mizonudeild kvenna þegar Afturelding tók á móti HK í Varmá. Þetta var fyrsti leikurinn að Varmá á glænýju gólfi sem var tekið í notkun í síðustu viku.
HK kláraði svo leikinn í þriðju hrinu með 25-22 sigri en Afturelding var lengi vel yfir í þeirri hrinu og var það góð endurkoma HK sem skilaði sigri. Mikil barátta var í báðum liðum og flottar skorpur beggja liða gáfum áhorfendum mikla skemmtun.
Stigahæst í leiknum í dag var Elísabet Einarsdóttir leikmaður HK með 19 stig en næst á eftir henni kom Velina Apostolova leikmaður Aftureldingar með 10 stig.
HK er eftir leikinn í 2.sæti Mizunodeildar kvenna með 30 stig eftir 12 leiki. Stigi á eftir KA sem situr í efsta sæti með 31 stig eftir 12 leiki. Afturelding er sem fyrr í 6.sæti með 12 stig eftir 11 leiki.