Íslandsmót í blaki á Neskaupstað hjá 4. og 5. flokk.

Blakdeild AftureldingarBlak

Helgina 27.-28. október síðastliðinn fór fram Íslandsmót 4. og 5. flokks í blaki á Neskaupstað. Á mótinu var Afturelding með eitt kvennalið í 4. flokki og tvö blönduð lið í 5. flokki. Þessi frábæri hópur stóð sig afar vel bæði utan vallar sem innan og lenti 4. flokkur í 4. sæti og 5. flokkur lenti í 5. og 7. sæti. Kvennaliðið í 4. flokki var að spila á sínu fyrsta móti þær stóðu sig frábærlega og eiga margt inni. Krakkarnir 5. flokki voru að keppa í fyrsta sinn eftir nýju kerfi með þrjá leikmenn inná og einnig voru nokkrir að keppa á sínu fyrsta móti. Það er greinilega björt framtíð hjá þessum ungu blakiðkendum og eru þau strax farin að hlakka til næsta móts.