Karlalið Aftureldingar Haustmótsmeistarar 2016

Blakdeild AftureldingarBlak

Spilað var í 4 kvennadeildum og 1 karla deild á mótinu.  U17 landslið Íslands bæði í drengja og stúlknaflokki tóku þátt í mótinu og spiluðu stúlkurnar í 2.deild og drengirnir í 1.deild með úrvalsdeildarliðunum. 
Haustmótsmeistarar 2016 í kvennaflokki var lið HK og í karlaflokki voru það heimamenn í Aftureldingu sem unnu alla sína leiki á mótinu.  
Spennandi vetur er framundan hjá Blaksambandi Íslands með mörgum landsliðsverkefnum hjá unglingalandsliðunum og bæði karla og kvennalið Íslands komin í næstu umferð á HM.
Metþátttaka er í Íslandsmótinu þar sem spilað verður í 8 kvennadeildum og 3 karladeildum í vetur. 
Kvennalið Aftureldingar hefur titilvörn sína á miðvikudag á móti Stjörnunni í Ásgarði  kl 19:30 og karlaliðið spilar fyrsta leik sinn við Íslandsmeistara HK í Fagralundi á föstudag kl 19:30