Afturelding lenti í riðli með Þrótti R og KA og sigraði þau lið örugglega 2-0. Í hinum riðlinum stóð HK uppi sem sigurvegari eftir hörkuleik milli Þróttar Nes og HK þar sem HK hafði betur í oddahrinu 17-15. Stjarnan var einnig í þeim riðli.
Undankeppni 2 mun fara fram á Akureyri í febrúar þar sem Þróttur R, KA, Stjarnan og Þróttur Nes munu keppa um 2 laus sæti í undanúrslitum bikarsins.
Afturelding sendi ekki lið í karlaflokki að þessu sinni, en þar unnu HK og Stjarnan sæti í undanúrslitunum.
