María Rún hefur á síðustu árum verið lykilleikmaður Þróttar og fyrirliði liðsins og þeirra stigahæsti leikmaður undanfarin ár. María Rún hefur spilað með yngri landsliðum Íslands frá 14 ára aldri og hefur á undanförnum árum verið mikilvægur leikmaður í A-landsliði Íslands. María Rún er nýkrýndur Evrópumeistari Smáþjóða í blaki þar sem hún átti mjög góða leiki með íslenska landsliðinu.
