Norður-Evrópumót í blaki

Blakdeild AftureldingarBlak

Afturelding átti fimm fulltrúa í U19 landsliði Íslands sem tók þátt í móti Northern European Volleyball Zonal Association (NEVZA). Það verður haldið í Kettering á Englandi dagana 28.-30.október. Aðrar þjóðir sem þar taka þátt eru Danmörk, Noregur, England, Svíþjóð og Færeyjar. Það eru bæði kvenna- og karlalið sem fara til leiks. Þeir sem fara frá Aftureldingu eru: Kristín Fríða Sigurborgardóttir, Birta Rós Þrastardóttir, Eduard Constantin Bors, Hilmir Berg Halldórsson og Ólafur Örn Thoroddsen. Þau spila öll með úrvalsdeilarliðum Aftureldingar. http://www.bli.is/is/frettir/u19-hopurinn-sem-heldur-til-kettering#.W83ArnB9cDM.facebook