Piotr Poskrobko ráðinn þjálfari kvennaliðs Aftureldingar

Blakdeild AftureldingarBlak

Blakdeild Aftureldingar hefur samið við pólverjann Piotr Poskrobko um að taka við kvennaliði félagsins ásamt því að þjálfa leikmenn í 2. og 3.flokki stúlkna.

Piotr Poskrobko hefur þjálfað í efstu deild Póllands að mestu sem aðstoðarþjálfari hjá liðum eins og AZS Olsztyn og Trefl Gdansk. Þá spilaði hann lengi með sömu liðum en tímabilið 1990/1991 og 1991/1992 varð hann bæði pólskur meistari og bikarmeistari með AZS Olsztyn.

Fráfarandi þjálfari liðsins og yfirþjálfari blakdeildar Aftureldingar Eduardo Berenguer hefur hætt störfum að eigin ósk.