Íslandsmeistarar Aftureldingar í blaki kvenna unnu danska liðið Ikast í fyrstu umferð norður-Evrópubikarkeppninnar í blaki en riðill Aftureldingarliðsins er leikinn í Randaberg í nágrenni Stafangurs í Noregi. Aftureldingarliðið vann þrjá hrinur en tapaði einni, þeirri fyrstu í leiknum.
Ikast vann fyrstu hrinu eftir upphækkun, 28:26. Aftureldingarliðið lét það ekki slá sig út af laginu heldur vann næstu þrjár hrinur, 25:20, 25:23 og 25:17. Afturelding mætir liði Randaberg í næstu umferð á morgun.
Kristín Salín Þórhallsdóttir, fyrirliði Aftureldingar, var valinn maður leiksins. Hún átti stórgóðan leik og stjórnaði spili Aftureldingar eins og herforingi og leiddi sitt lið áfram til sigurs.