Sigur á Ikast í gær.

Blakdeild AftureldingarBlak

Íslands­meist­ar­ar Aft­ur­eld­ing­ar í blaki kvenna unnu danska liðið Ik­ast í fyrstu um­ferð norður-Evr­ópu­bik­ar­keppn­inn­ar í blaki en riðill Aft­ur­eld­ing­arliðsins er leik­inn í Randa­berg í ná­grenni Stafang­urs í Nor­egi. Aft­ur­eld­ing­arliðið vann þrjá hrin­ur en tapaði einni, þeirri fyrstu í leikn­um.

Ik­ast vann fyrstu hrinu eft­ir upp­hækk­un, 28:26. Aft­ur­eld­ing­arliðið lét það ekki slá sig út af lag­inu held­ur vann næstu þrjár hrin­ur,  25:20, 25:23 og 25:17. Aft­ur­eld­ing mæt­ir liði Randa­berg í næstu um­ferð á morg­un. 

Krist­ín Salín Þór­halls­dótt­ir, fyr­irliði Aft­ur­eld­ing­ar, var val­inn maður leiks­ins. Hún átti stór­góðan leik og stjórnaði spili Aft­ur­eld­ing­ar eins og her­for­ingi og leiddi sitt lið áfram til sig­urs.