Tímabilið að hefjast í blakinu

Blakdeild AftureldingarBlak

Miðvikudaginn 24.september hefst tímabilið formlega hjá Blakdeild Aftureldingar þegar karlaliðið okkar spilar sinn fyrsta leik og er það heimaleikur við Þrótt Reykjavík sem spiluðu til úrslita bæði í bikar og Íslandsmótinu í vor.

Lið Aftureledingar er talsvert breytt frá fyrra ári og ætlar liðið sér mikið í vetur og er staðráðið í að berjast um alla titla sem í boði verða.

Nýjar reglur hafa tekið við hér á landi en nauðsynlegt er  að vera með að lágmarki 2 íslenska leikmenn inni á vellinum  á hverjum tíma.

Kvennaliðið okkar hefur sína leiktíð með heimaleik þann 8. október þegar þær taka á móti sameiginlegu liði Þróttar Reykjavíkur og Blakfélagi Hafnarfjarðar.

Við hvetjum stuðningsfólk Aftureldingar til að mæta á völlinn og hvetja liðin okkar.

♥Áfram Afturelding ♥