Æfingabúðir í Danmörku

Fimleikadeild Aftureldingar Fimleikar

Takk fyrir geggjaða 8 daga !

Í síðutu viku eða dagana 17. júní til 24. júní fóru elstu hópar fimleikadeildarinnar til Danmerkur í æfingabúðir.

Við fengum að leigja skóla og einn flottasta fimleikasal Evrópu í bænum Helsinge. Gisting, matur og aðstaða til að æfa sem var allt á sama staðnum.

Ferðin var vel skipulögð af þjálfurum og fararstjórum og heppnaðist einstaklega vel.

Töluverðar bætingar hjá iðkendum okkar í ferðinni og sterkari vinatengsl inn í næsta vetur.

Við mælum með því að þið fylgið okkur á Instagram þar sem hægt er að sjá sögu ferðarinnar fimleikadeild_aftureldingar.

Fimleikadeidinni langar að þakka þessum aðilum kærlega fyrir virkilega flott starf og frábæra samvinnu.

Anna Valdís Einarsdóttir – Þjálfari

Árndís Birgitta Georgsdóttir –  Þjálfari

Ásgeir Sæmundsson – Fararstjóri

Eyþór Örn Þorsteinsson – Þjálfari

Hildur Baringsdóttir – Fararstjóri

Ívar Þórður Ívarsson – Fararstjóri

Kristín Rán Guðjónsdóttir – Þjálfari

Málfríður Eva Jörgensen – Fararstjóri

Mía Viktorsdóttir – Þjálfari

Unnur Sigurðardóttir – Fararstjóri

Valgeir Már Sturluson – Fararstjóri

Hérna eru svo skemmtilegar myndir frá ferðinni.

Hressir fararstjórar að stiðja sitt fólk.

Þjálfararnir komnir inn eftir regndans með krökkunum.

Flottur matsalur og allir duglegir að borða.

Virkilega girnilegur matur í boði.

Krakkarnir í upphitun.

Vinsælasta spilið í ferðinni.

Hollustan er fyrir öllu.

 

Mjög skemmtilegur bær sem var grandlega skoðaður.

Nokkrir áttu afmæli í ferðinni.

Hressir og duglegir fararstjórar.

Regndans og ferð á ströndina.

Ég horfi bara út um gluggan hér heima og byrja að svekkja mig.

Aðal gaurarnir á svæðinu að kæla sig niður.

Stúlkur í 2. flokk, ekkert smá flottar saman.

Ekki vantaði stuðið hjá fararstjórunum. Líklega að taka þátt í atriði með krökkunum.

Virkilega flottur hópur með sínum þjálfurum.