Afturelding fer á Evrópumót

Fimleikadeild AftureldingarFimleikar

Afturelding á Evrópumót

Dagana 14. – 17. September fer fram Evrópumótið í Hópfimleikum. Ísland sendir á mótið tvö lið í fullorðinsflokki eða kvennalið og karlalið. Í unglingaflokki verða send þrjú lið sem skiptast í stúlknalið, drengjalið og blandað lið unglinga sem er jafnt hlutfall stúlkna og drengja. Liðin hafa verið að æfa saman síðan í júní og langt allt undir í undirbúninginn. Fimleikaheimurinn í er á nálum yfir þessu risamóti sem haldið verður í Luxemborg.

Fimleikadeild Aftureldingar er með fjóra drengi sem hafa náð alla leið inn á mótið og flugu til Luxemborgar mánudaginn 12. September. Drengirnir okkar heita Axel Björgvinsson, Sverrir Björgvinsson, Ármann Sigurhólm Larsen og Guðjón Magnússon en þeir keppa fyrir hönd Íslands í drengjaflokki.

Drengirnir okkar eru allir fæddir 2008 og hafa verið að æfa fimleika hjá Aftureldingu í 4-5 ár. Þeir eru með þeim yngstu í landsliðinu og komust allir í gegnum niðurskurðinn sem tengist landsliðsferlinu og enduðu í liðinu sem keppir á EM.

Það verður virkilega gaman að fylgjast með þeim keppa á stóra sviðinu en drengjaliðið keppir í undanúrslitum 14. september og ef þeir komast inn í gegnum það þá keppa þeir til úrslita 16. september.

Fan Zone

Fimleiksambandið er hefur skipulagt svo kalla Fan Zone fyrir alla sem vilja koma upp í Smáralind og stiðja okkar fólk saman. Það verður útsending frá öllum mótunum á gamla Pizza Hut svæðinu. Laugardagurinn 17. september verður svo stóri dagurinn þar sem fullorðins liðin keppa til úrslita og þá verður mikið um að vera í kringum þetta Fan Zone. Íþróttaálfurinn sýnir sig, krakkar verða með fimleikaatriði, handstöðukeppn, circussýning og margt fleira verður í gangi. Frekari upplýsingar má finna inn á heimasíðu fimleikasambandsins.