Allir ánægðir með Aðventumót Gerplu

Fimleikadeild Aftureldingar Fimleikar

Þann 7. Desember fór fram Aðventumót Gerplu. Afturelding sendi frá sér 4 lið á það mót og voru flestir sem kepptu að stíga sín fyrstu spor í keppni. Öll liðin stóðu sig gríðarlega vel og erum við rosalega stolt af þeim.

 

Liðin sem kepptu voru:

5. Flokkur 1

5. Flokkur 2

4. Flokkur 2

3. Flokkur 3

5. Flokkurinn stóð sig mjög vel. Við Sendum frá okkur 2 lið í þeim flokki þar sem allir þar voru að keppa á sínu fyrsta fimleikamóti. Stelpurnar í B liðinu stóðu sig gríðarlega vel og  fengu verðlaun í dansi. A liðið stóð sig einnig gríðarlega vel og fengu stelpurnar verðlaun á trampólíni.

 

 

Í 4. Flokk sentum við B liðið okkar. Stelpurnar voru flestar að keppa í fyrsta skipti og fengu frábæra keppnis reynslu. Þær fengu verðlaun fyrir flottan árangur í dansi, enda voru þær mjög flottar þar. 

 

 í 3. Flokk sendum við C liðið okkar. Þær voru einnig flestar að keppa á sínu fyrsta fimleikamóti. Stelpurnar voru mjög flottar og fengu verðlaun fyrir frábæran árangur á trampólíni.