Bikarmót 2023

Fimleikadeild Aftureldingar Fimleikar

Það er búið að vera brjálað að gera hjá eldri iðkendum okkar á nýju ári en komandi helgi þá keppa 4 lið frá Fimleikadeild Aftureldingar á Bikarmóti 2023.

Hvaða lið eiga séns á að vinna titil ?

Þið verðið að mæta til þess að sjá það.

Bikarmótið verður haldið í Digranesi í Kópavogi og er þá á vegum Gerplu helgina 4. og 5. mars.

Liðin sem keppa: KKE, 2. flokkur, 3. flokkur og stökkfimi eldri.