Didrik Fröberg

Fimleikadeild Aftureldingar Fimleikar

Risa nafn að hefja störf næsta vetur

Fimleikadeild Aftureldingar kynnir stollt til leiks hann Didrik Fröberg í fullt starf næsta vetur.

Didrik er risastórt nafn innan Hópfimleikanna á íslandi og út í heimi en hann hefur verið einn sterkasti fimleikamaður Svíþjóðar í 10 ár.

Hann býr yfir mikilli reynslu af þjálfun einstaklinga á hæðsta erfiðleikastigi í fimleikum og hefur starfað áður á íslandi svo hann þekkir vel til okkar samfélags.

Það gerir mikið fyrir ungt félag eins og Aftureldingu að fá slíka stórstjörnu til starfa en hann verður stór þáttur í uppbyggingu meistaraflokks deildarinnar.

Þeir sem vilja skoða hann frekar að þá er hann með opinn reikning á instagram undir nafninu diddman en þar fylgja honum rúmlega 9.000 aðilar.

Hér sjáið þið Didrik lenda síðasta stökkið á dýnu með sænska liðinu KFUM. 

Hérna er Didrik í miðju stökki sem heitir Full Full Half sem er þrefallt heljarstökk með 2,5 skrúfum.

Didrik er einnig þekktur fyrir að taka þátt í keppnum sem heita Face Off og er einstaklingkeppni.