Sumarpakki Fimleikadeildarinnar

Fimleikadeild Aftureldingar Fimleikar

Þetta sumarið er fimleikadeildin með svakalegan pakka í gangi.

Við erum í samstarfi við sunddeildina með heilsdagsnámskeiðin okkar þar sem nóg verður um fimleika og sundferðir.

Deildin verður með sitt flotta hálfsdagsnámskeið sem var mjög vinsælt í fyrra. Bara svo að það sé skýrt þá tökum við á móti börnunum klukkan 8:00 á morgnanna.

Það er hægt að panta hádegismat hjá deildinni sem kemur frá skólamat og þannig minna vesen að nesta alla upp.

Nýjasta nýtt verður svo Parkour sem verða tvö skipti í sumar en þarna er flottur þjálfari á ferð !

Núna er bara að skella sér inn og skrá sig:

https://www.abler.io/shop/afturelding/fimleikar

Hér eru svo upplýsingar sem er gott að skoða: