EM í hópfimleikum, æfingar falla niður í vetrarfríi

Fimleikadeild Aftureldingar Fimleikar

Óskum Alexander þjálfara góðs gengis á Evrópumótinu!

Æfingar hjá fimleikadeildinni falla niður vegna EM í hópfimleikum og vetrarfrís. Allar æfingar frá 18.-20.okt, nema leikskóla eldri á fimmtudaginn 17:00 – 10:50 er á dagskrá eins og venjulega.

EM í hópfimleikum er haldið í Portúgal þessa vikuna og þjálfarinn okkar Alexander Sigurðsson er að keppa með blönduðu liði fullorðinna, Halldóra Björg þjálfari er einnig úti. allar Æfingar(nema leikskóla á fimmtudeginum) falla niður hjá okkur 18.-20.okt sem hittir einmitt líka á vetrarfrí í skólunum. Mótið byrjar kl 14:00 á íslenskum tíma bæði fimmtudag og föstudag og er að klárast eitthvað um 21:00. Mótið hefst svo 10:00 á laugardaginn. Evrópumót í Teamgym er stærsta mótið í hópfimleikum og við hvetjum alla til að horfa og hvetja áfram sínar frábæru fyrirmyndir keppa um Evrópumeistaratitilinn! Ísland sendir fjögur lið á mótið: kvennalið, blandað lið fullorðinna, stúlknalið og blandað lið unglinga. Þess má geta að Alexander þjálfari hjá okkur í Aftureldingu er einmitt í blönduðu liði fullorðinna!

hér má sjá frétt frá fimleikasambandinu með link til þess að horfa á mótið.

 

http://fimleikasamband.is/index.php/homepage/frettir/item/1305-unanurslit-a-evropumotinu-adh-hefjast-bein-utsending-a-netinu

 

undanúrslit blönduð lið fullorðinna live