Fimleikadeildin kaupir ný áhöld

Fimleikadeild Aftureldingar Fimleikar

Á síðasta ári voru keypt ný áhöld m.a stökkgólf (fiber), stökkhestur og dorado (trampólín) sem eru okkar helstu keppnisáhöld og það besta sem verður á kosið. Í byrjun árs 2019 keypti deildin enn fleiri mikilvæg áhöld sem við teljum upp hér að neðan. Nú í mars voru einnig settir upp nýjir rimlar sem við höfum beðið lengi eftir og fögnum því innilega. Upphýfingastangir komu upp í byrjun apríl og framundan eru enn fleiri áhaldakaup. Þetta eru mikil fagnaðarefni fyrir alla, með þessum áhöldum erum við betur í stakk búin til þess að taka á móti meistaraflokkum og landsliðum. Deildin er í miklum vexti og hlökkum við til að halda áfram þessari frábæru uppbyggingu á fimleikadeildinni, þökkum kærlega fyrir ykkar stuðning og gott samstarf. 

Áhöld sem komu núna í mars 2019:

  • Tvö lendingarsett og lendingadýnur: Mikil þörf var á lendingarsettunum. Þetta eru lögleg keppnis lendingasett svo að fimleikadeildin geti haldið mót. Einnig notað í gryfjur til þess að æfa keppnislendingar.
  • Loftdýna: Loftdýnan er mjög góð til að æfa dýnuæfingar þar sem hún er mýkri heldur en stökkgólfið og betri fyrir fæturnar, hægt er að ráða hversu mjúk hún er með því að taka loft úr henni. Hún nýtist vel fyrir alla hópa frá leikskóla og uppí keppnishópa.
  • Mjúkar  jafnvægisslár: slárnar eru mikilvægar fyrir yngri iðkendur í jafnvægisæfingum. Einnig notaðar fyrir eldri hópa í styrktaræfingar, tækniæfingar ofl.
  • Flikkpúði: Flikkpúðinn ýtir undir þegar þau læra flikk. Hann er stýrir þér í rétta stöðu og algjör nauðsyn fyrir krakka til að brjóta ísinn fyrir stökkið.
  • Stökkbretti: Mikil þörf var á nýjum brettum, fengum bæði mýkri og stífari, þau eru notuð í margsskonar æfingar fyrir yngri og eldri hópa.

 

 

 

 

 

3×7 lendingasett, okkar er 3×6