Fimleikar – 4 iðkendur í úrvalshóp landsliða

Fimleikadeild Aftureldingar Fimleikar

Yfirþjálfarar landsliða og landsliðsþjálfarar í hópfimleikum hafa valið úrvalshóp vegna Evrópumótsins í hópfimleikum 2018. Alls mættu tæplega 200 iðkendur á úrtökuæfingarnar og erum við hjá Fimleikadeild Aftureldingar óendanlega stolt af af því að eiga 4 iðkendur á þessum lista:

Emma Sól Jónsdóttir
María Líf Magnúsdóttir
Mia Viktorsdóttir
Eyþór Örn Þorsteinsson

Þess má geta að þessir krakkar eru einnig öll þjálfarar hjá okkur og eigum við fjóra þjálfara til viðbótar þarna á listanum. Sumir af þeim hófu fimleikaferil sinn hjá Aftureldingu:

Alexander Sigurðsson
Bjarni Kristbjörnsson
Guðjón Snær Einarsson
Viktor Elí Sturluson

Innilega til hamingju öll sömul með þennan frábæra árangur. Gætum ekki verið stoltari af ykkur!!!

http://fimleikasamband.is/index.php/homepage/frettir/item/1147-urvalshopar-landslidha-i-hopfimleikum-fyrir-em-2018