Flestu liðin komu frá Aftureldingu

Fimleikadeild Aftureldingar Fimleikar

Fjölmennasta mót fimleikahreyfingarinnar fór fram síðustu helgi en Fimleikadeild Fjölnis stóð fyrir GK móti yngri flokka dagana 3. 4. og 5. febrúar.  Við erum að tala um 75 lið á aldrinum 9 til 12 ára sem eru um 700 keppendur. Fimleikadeild Aftureldingar var að þessu sinni fjölmennasta félagið á mótinu með 11 lið og 120 keppendur.

Á föstudeginum 3. febrúar fór fram stökkfimi yngri flokka þar sem Afturelding var með tvö lið í þeim hluta og enduðu liðin í 2. Sæti og 13. Sæti.

Laugardaginn 4. febrúar fór 5. Flokkur og KKY flokkur inn á gólfið þar sem Afturelding var með þrjú lið í 5. flokk stúlkna og eitt lið í 5. flokk drengja og tvö lið í KKY flokki. Afturelding sigraði alla flokka á laugardeginum sem er áberandi flottur árangur.

Sunnudaginn 5. febrúar var svo komið að 4. flokkunum en þar er samkeppnin hörðust og flestu liðin skráð. Afturelding er með tvö lið í A deild og eitt lið í C deild. Í A deild enduðu liðin okkar í 3. og 6. Sæti, annað liðið sigraði dýnuna. Í C deild endaði lið Aftureldingar í 7. Sæti.

Fimleikadeild Aftureldingar var með áberandi hæðsta árangurinn á GK móti yngri flokka sem er virkilega gaman að sjá en það er ekki markmið númer eitt hjá deildinni að sigra öll mót. Það sem deildin leggur fyrir sig er markviss þjálfun fyrir alla iðkendur, hópefli, áhugahvetjandi æfingar og verkefni við hæfi.

Komandi helgi munu eldri flokkarnir keppa á GK mótinu á Akranesi og þar stíga fram þrjú lið fyrir hönd Aftureldingar. Laugardaginn 11. febrúar keppa KKE flokkur og 3. flokkur og sunnudaginn 12. febrúar stígur 2. flokkurinn okkar inn á gólfið. Við hvetjum alla sem sjá sér fært um að mæta að skella sér á skagann og hvetja þessi flottu lið. Frekari upplýsingar um mótið koma fram inn á facebook síðu fimleikadeildarinnar sem heitir Fimleikadeild Aftureldingar og lifandi upplýsingar inn á instagram deildarinnar fimleikadeild_aftureldingar.