Flottur árangur hjá fimleikunum !!

Fimleikadeild Aftureldingar Fimleikar

Í gær, laugardaginn 26. febrúar fóru tvö lið frá okkur á Bikarmót yngri flokka.

Mótið var haldið á vegum Fjölnis í Dalhúsum.

Bæði liðin okkar stóðu sig virkilega vel og náðu mikið af sínum persónulegu markmiðum.

Úrslitin voru 8. sætið fyrir 2. flokkinn okkar og 1. sætið fyrir drengina okkar en þeir keppa í flokki sem heitir KKE. Drengirnir eru þar með Bikarmeistarar í sínum flokki árið 2022.

Strákaflokkurinn okkar stendur hérna með bikarinn og þjálfurum sínum Anna Valdís Einarsdóttir og Alexander Sigurðsson. Drengirnir urðu einnig bikarmeistarar þegar að þeir kepptu í yngri flokki. Þetta er þá þriðji titill Aftureldingar í fimleikum ! Til hamingju strákar !

Stúlkurnar okkar hér eftir mótið og ánægðar með sig. Þær eru elsti hópur Fimleikadeildar Aftureldingar og virkilega duglegar dömur. Liðið telst vera með þeim yngri í sínum flokki svo það verður gaman að fylgjast með bætingum hjá þeim í framtíðinni. Til hamingju með mótið stelpur !