Foreldraæfing helgina 7-8. febrúar

Fimleikadeild Aftureldingar Fimleikar

Fimleikadeildin ætlar að vera með foreldraæfingu um næstu helgi, 7-8. febrúar.
Í fyrra mætti gífurlegur fjöldi fólks og það var mikið fjör hjá okkur. Vegna frábærar mætingar var ákveðið að skipta hópunum upp í þetta skiptið til að koma í veg fyrir langar raðir í salnum.
Við viljum hvetja alla foreldra og systkini til að mæta og koma og hoppa og skoppa með okkur. Eftir æfinguna gefst foreldrum svo tækifæri að hitta þjálfarana og spjalla við þá.

Laugardagur 7. febrúar kl. 12:00-14:00
P-1
M-1
R-11 gulur og rauður
R-20 grænn og blár

Sunnudagur 8. febrúar kl. 11:00-13:00
R-1 báðir hópar
R-2
R-3
R-4
R-30

Hlökkum til að sjá sem flesta!