Helgina 4. og 5. febrúar fer fram GK mót yngri flokka í fimleikum en yngri flokkar í fimleikum er 9 til 12 ára iðkendur.
Mótið verður haldið hinum megin við lækinn þar sem Fjölnisfólk ætlar að standa fyrir skipulaginu í þetta sinn.
Það verða 11 fimleikafélög sem taka þátt á mótinu sem skiptast í 79 lið svo þetta er stórmót í fimleikahreyfingunni.
Það er gaman að segja frá því að Fimleikadeild Aftureldingar fer með 11 lið á mótið sem er meira en deildin hefur sent áður og er á þessu móti með flestu liðin.
Liðin okkar 11 samastanda af 120 keppendum sem er metfjöldi í skráningu deildarinnar.
Það er svo sannarlega tilefni til þess að fjölmenna á mótið og fylla upp í stúkuna !!