Skráningar leikskólabarna

Fimleikadeild Aftureldingar Fimleikar

Foreldrar leikskólabarna í fimleikum eru beðnir að skrá börnin sín annaðhvort í Nóra – leiðbeiningar í fyrri frétt á síðunni eða með því að senda póst á fimleikar@afturelding.is. Stjórn getur ekki haldið utanum fjölda barna eða þörf fyrir fjölda þjálfara ef börnin eru ekki skráð. Að auki þurfa stjórn og þjálfarar að geta komið upplýsingum til foreldra og haft við þau samskipti og þurfa til þess netföng og símanúmer. Í dag mættu 14 drengir í leikskólahóp en einungis 4 eru skráðir í deildina.  Ekki er mælt með því að foreldrar sitji inni í sal á meðan börnin eru að æfa nú eftir fyrstu tímana. Slíkt truflar bæði börn og þjálfara. Í dag voru foreldrar jafn margir og börnin og salurinn því yfirhlaðinn auk þess sem yngri systkini trufluðu kennslu. Önnur fimleikafélög leyfa áhorfendur einu sinni í mánuði og hyggst deildin taka það upp til þess að börnin fái sem mest út úr fimleikaþjálfuninni.