Í kringum fimm hundruð manns voru viðstaddir vorsýningu Fimleikadeildar Aftureldingar í gær. Börnin sýndu listir sínar og foreldrar og aðrir aðstandendur glöddust. Þema sýningarinnar var vorið og voru börnin klædd litríkum sumarbúningum. Leikstjóri sýningarinnar var Kristín Kristmundsdóttir. Nú eru framundar sumaræfingar og sumarnámskeið fyrir börn á aldrinum 6-10 ára. Námskeiðið varir í 4 vikur en börn geta valið eina viku í senn ef þau vilja en geta einnig tekið allar fjórar vikurnar. Þess er gætt að ekki sé sams konar dagskrá allar vikurnar.