Okkar menn í 4. sæti á Nordic Cup

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Þeir voru 14-9 yfir í hálfleik en virtust eiga erfiðara með að halda mótherjanum frá sér, svo ólíkt flestum hinum leikjunum sem þeir spiluðu þar sem þeir sýndu sterkan karakter og unnu upp erfiðan mun.
En þetta er búið að vera frábær skemmtun þótt maður hefði viljað vera á staðnum með strákunum. Við getum öll verið stolt af þeim og tökum að sjálfsögðu vel á móti þeim í áramótagleðina á morgun. Góður endir á góðu handboltaári fyrir þá, og mikil reynsla, sem þeir hafa náð sér í.
Áfram Afturelding!