Við framlengjum !

Fimleikadeild Aftureldingar Fimleikar

Góðan daginn.

Við hjá fimleikadeildinni höfum ákveðið að framlengja haustönn 2020 hjá okkur.

Undir venjulegum kringumstæðum hefði haustönn 2020 klárast 15.desember.

En þar sem „venjulegar kringumstæður“ er fjarlægt hugtak í dag þá höfum við ákveðið að enda önnina 20.desember.

Þar sem engar breytingar eru á fjöldatakmörkum í salnum okkar þá munum við halda sama skipulagi og við þekkjum í dag, áfram út 20.desember.

20.desember er sunnudagur svo það verður krílatími þann daginn með sama fyrirkomulagi og við höfum verið með.

Við munum vera með æfingar yfir jólatímann fyrir eldri hópana hjá okkur. Upplýsingar um æfingartíma fyrir þessa hópa koma til ykkar á Sideline og í e-maili.

Hópar sem fá æfingar yfir jólatímann eru:

  1. fl
  2. fl
  3. fl
  4. fl
  5. Drengjahópur
  6. KKE – keppnishópur stráka

Þeir þjálfara sem sjá um æfingar eftir 20.desember fyrir þessa hópa eru Alexander Sigurðsson, Bjarni Gíslason og Mía Viktorsdóttir.

Næsta önn (vorönn 2021) mun byrja 5.janúar.