Við höfum opnað á skráningar fyrir vorönn 2021 !

Fimleikadeild Aftureldingar Fimleikar

Gleðilega Þorláksmessu !

Við hjá fimleikadeildinni höfum opna á skráningar fyrir vorönn 2021.

Deildin hjá okkur hefur verið að stækka hratt á síðustu önn og eftirspurn aukist.

Markmið okkar er að allir sem vilja æfa fimleika geti það og koma í veg fyrir biðlista. Við erum að opna snemma á skráningar fyrir vorönn til að hafa fjölda viðmið inn í skipulagið okkar á komandi önn. Ef við sjáum fjölda skráninga áður en önnin byrjar eða snemma á önninni þá verður auðveldara að bregðast við biðlistum og skipuleggja starfið betur.

Tökum það fram að við verðum að öllum líkindum að vera með foreldralausa leikskólahópa í byrjun annar og óvíst hversu lengi það verður þannig.

Þetta er stundataflan sem við stefnum á að fylgja en hún er sett hér inn með fyrirvara um breytingar.

Við viljum þakka kærlega fyrir haustönnina og óska öllum gleðilegra hátíða.

Kv. Fimleikadeild Aftureldingar