Afturelding og HK mætast að Varmá í kvöld kl 19 í leik 2 í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna. Staðan í einvíginu er 1-0 fyrir HK og nú þurfum við stuðning frá Aftureldingarfólki, mætum í rauðu og hvetum stelpurnar okkar til sigurs.
Afturelding tvöfaldur bikarmeistari í blaki
Afturelding náði þeim magnaða árangri að verða tvöfaldur bikarmeistari í blaki því bæði karla- og kvennalið félagsins fögnuðu sigri í bikarúrslitum Kjörísbikarsins. Þetta er í fyrsta sinn sem karlalið félagsins verður bikarmeistari og má með sanni segja að sigurinn hafi verið ótrúlegur en Afturelding lagði sterkt lið Stjörnunnar að velli í oddahrinu. Afturelding vann fyrstu hrinuna með ótrúlegri endurkomu eftir að …
Tvöfaldir bikarmeistar 2017
Þvílíkur dagur.
Afturelding bikarmeistari karla og kvenna í blaki 2017.
Bikarmeistarar karla 2017
Afturelding varð rétt í þessu bikarmeistari karla í blaki 2017.
Til hamingju Afturelding.
Leikur kvennaliðanna er að hefjast þar sem Afturelding og HK leika. Bein útsending á Ruv.
Kjörísbikarinn
Afturelding verður með bæði karla og kvenna liðið í höllinni um helgina.
Aðalfundur blakdeildar 20. mars
Aðalfundur blakdeildar Aftureldingar verður haldin mánudagin 20,mars í vallarhúsinu og hefst hann kl 20:00
1200 blakarar leika á MosÖld í Mosfellsbæ
Í lok apríl fer fram einn stærsti íþróttaviðburður ársins á Íslandi í Mosfellsbæ. Þá fer fram Öldungamót Blaksambands Íslands sem er stærsta fullorðins íþróttamót sem haldið er á Íslandi ár hvert. Mótið hefur vaxið mjög mikið undanfarin ár. Mótið fer fram að Varmá í lok apríl og má segja að mótið mun leggja Mosfellsbæ undir sig. Blakdeild Aftureldingar hefur tvisvar …
Öruggur sigur Aftureldingar á Þrótti Reykjavík
Á föstudagskvöld léku Afturelding og Þróttur Reykjavík í Mizunodeild kvenna. Aftureldingarkonur mættu mjög ákveðnar til leiks og náðu fljótlega góðri forystu í fyrstu hrinu og unnu hana örugglega 25-8. Í annarri hrinu voru Þróttarar ákveðnari og komust i 3-0 og jafnt var á með liðunum uppað 10 stigum en þá fór Afturelding í gang og vann hrinuna örugglega 25-14. Í þriðju …
HK – Afturelding kvenna í Fagralundi
Kvennalið Aftureldingar mætir HK í Fagralundi, föstudaginn 24. febrúar kl. 19:30
Kvennalið Aftureldingar í blaki hlýtur UMFÍ-bikarinn
Ársþing Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK) fór fram í gær í Kórnum í Kópavogi en fjölmörg ungmenna- og íþróttafélög í Kópavogi, Garðabæ, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ og Kjós heyra undir sambandið. Á ársþinginu fór meðal annars fram afhending viðurkenninga til íþróttafólks innan félagsins sem þykir hafa skarað fram úr á liðnu ári. Kvennalið Aftureldingar í blaki hlaut þann heiður að vera útnefnt lið ársins …