Sterk þjálfarateymi halda áfram að styrkjast!

Fimleikadeild AftureldingarFimleikar

Það er sigur fyrir fimleikadeild Aftureldingar að ná til okkar Jonas Lund fimleikaþjálfara! Jonas Lunde er danskur og með 13 ára reynslu í hópfimleikum. Síðustu 10 árin eða frá 2015 hefur Jonas verið mikilvægur þáttur í uppbyggingu Arendals Turnforening sem er í dag eitt sterkasta fimleikafélagið í Noregi. Jonas hefur sigrað með liðum sínum þrjá norska tiltla og komið þeim …

Sýningarfimleikar – Frítt í ágúst

Fimleikadeild AftureldingarFimleikar

Fimleikadeildin fer á fullt í skipulagða starfsemi með Sýningarfimleikana á haustönn 2025. Þessi nýja grein hefur vakið mikla lukku og verður í boði hjá deildinni í vetur eins og aðrar hefðbundnar æfingar í fimleikum. Dagana 11. til 29. ágúst verða í boði fríar æfingar en við viljum að allir skrái sig svo að starfið gangi betur fyrir sig. Skráning fer fram hérna: …

Sumarnámskeið og sumaræfingar

Fimleikadeild AftureldingarFimleikar

Fimleikadeild Aftureldingar verður með vinsælu sumarnámskeiðin sín áfram í ágúst eða alveg til föstudags 22. ágúst. Hægt er að skrá heila daga og hálfa daga eftir því sem hentar fyrir hverja viku. Stefnt er að því að haustönnin hefjist mánudaginn 1. september og skráningar hefjist 26. ágúst. Þangað til verður nóg að gera á sumaræfingum sem eru núna í gangi …

Íslandsmeistarar 2025

Fimleikadeild AftureldingarFimleikar

Helgina 12 og 13. apríl fór fram Íslandsmót í hópfimleikum og sendi Afturelding þrjú öflug lið. Fyrir hönd deildarinnar fór 1. fl mix sem eru núverandi Bikarmeistarar, 2. fl mix einnig núverandi Bikarmeistarar og svo 3. fl kvenna sem hefur verið á uppleið. Núverandi Bikarmeistarar 1. flokkur mix náði að hreppa fyrsta sætið og eru þar með bæði Bikarmeistarar og …

Tveir Bikarmeistaratiltar í hús!

Fimleikadeild AftureldingarFimleikar

Dagana 21.-23. mars fór fram Bikarmót í hópfimleikum í Egilshöllinni. Fimleikadeild Aftureldingar sendi frá sér 4 lið sem kepptu í 1. flokk blandaða liða, 2. flokk blandaða liða, 3. flokk kvk og stökkfimi. Frábær frammistaða hjá öllum liðunum og er deildin að rifna úr stolti þessa dagana. flokkur blandaðra tók heim Bikarmeistaratitilinn flokkur blandaðra tók líka heim Bikarmeistaratitilinn flokkur kvenna …

Fimleikaveisla núna komandi helgi!

Fimleikadeild AftureldingarFimleikar

Fimleikadeild Aftureldingar vill vekja athyggli á Bikarmótinu 2025 sem fer fram helgina 22. og 23. mars. Mótið verður haldið í Egilshöll svo það er ekki langt að fara að þessu sinni. Deildin er með 4 lið sem keppa á þessu móti og mælum við eindregið með að mæta á staðinn og hvetja okkar lið áfram. Elsta lið okkar er unglingalið …

Góður árangur á GK mótum

Fimleikadeild AftureldingarFimleikar

Gk mótinu er skipt upp í yngri flokka og eldri flokka. Yngri flokka mótið fór fram 7.-9. febrúar á meðan eldra mótið fór fram 28. febrúar til 2. mars. Fimleikadeild aftureldingar var með langflesta skráða á mótið í yngri flokkum og er stærsta fimleikadeild íslands þegar kemur að hópfimleikum yngri flokka. Þrátt fyrir fordæmalausan fjölda þátttakenda á mótum þá er …

Flott teymi verður en flottara

Fimleikadeild AftureldingarFimleikar

Fimleikadeild Aftureldingar hefur fengið glæsilega viðbót í flott þjálfarateymi en það er hún Rebecka Sofie Ledin. Rebecka er 29 ára og kennari að mennt, útskrifaðist úr Högskolan I Gävle í Svíþjóð. Hún hefur verið upptekin af fimleikum alla sýna ævi en byrjaði að þjálfa 12 ára gömul. Rebecka kemur til okkar frá klúbbi í Stokkhólmi en þar þjálfaði hún yngri …

Unglingaliðið flýgur upp á við !

Fimleikadeild AftureldingarFimleikar

Magnaðir hlutir eru að gerast á hverri æfingu hjá 1. flokk mix sem er elsta lið deildarinnar. Eftir vel vandaðan undirbúning sl. ár að þá er liðið búið að ná svakalegu flugi og það verða forréttindi að fá að fylgjast með þeim núna á komandi vorönn. Hérna getið þið séð þessa snillinga: https://www.instagram.com/afturelding.mix/ Flestir þessara iðkenda eru að klára sitt …