Takk þjálfarar !!!

Fimleikadeild AftureldingarFimleikar

Hjá fimleikadeild Aftureldingu starfa um 45 þjálfarar sem allir eiga það sameiginlegt að vilja það besta fyrir sitt félag og sína iðkendur. Deildin er innilega stolt af því að hafa fengið inn allt þetta flotta fólk sem starfar nú og hefur starfað hjá deildinni. Skilgreining fimleikadeildar Aftureldingar á þjálfaranum: Kennarinn sem reynir allar leiðir til þess að ná til liðsins …

Loksins Parkour !

Fimleikadeild AftureldingarFimleikar

Nýtt hjá Fimleikadeild Aftureldingar og bjóðum við núna upp á Parkour. Hefur ykkar barn ekki alveg fundið sig í íþróttum sem eru í boði hér í Mosfellsbæ þá mælum við með því að prófa Parkour. Parkour er með allt öðruvísi nálgun á skipulagða íþróttaiðkun og allir velkomnir á meðan pláss leyfir.

Takk Kristín !

Fimleikadeild AftureldingarFimleikar

Í dag er síðasti dagurinn hennar Kristínar Ránar sem starfsmaður hjá deildinni. Hún Kristín Rán Guðjónsdóttir er ein af okkar elstu og sterkustu þjálfurum en hún hefur starfað hjá deildinni í 8 og hálft ár. Yfir þennan tíma hefur Kristín náð góðum árangri, komið að uppbyggingu deildarinnar og verið stór þáttur í að efla unga einstkalinga. Það er alltaf erfitt …

Afturelding á þrjá drengi í landsliði !

Fimleikadeild AftureldingarFimleikar

Fimleikadeild Aftureldingar er stollt að kynna Guðjón Magnússon, Ármann Sigurhólm Larsen og Mattías Bjarma Ómarsson til leiks sem hluti af sterkustu fimleikadrengjum landsins en þeir æfa allir í Mosfellsbæ með Fimleikadeild Aftureldingar. Dagana 16-19. október fara 5 lið frá Íslandi að keppa á Evrópumótinu í hópfimleikum sem er haldið í Baku í Azerbaijan. Drengirnir okkar náðu að komast inn í …

Didrik Fröberg

Fimleikadeild AftureldingarFimleikar

Risa nafn að hefja störf næsta vetur Fimleikadeild Aftureldingar kynnir stollt til leiks hann Didrik Fröberg í fullt starf næsta vetur. Didrik er risastórt nafn innan Hópfimleikanna á íslandi og út í heimi en hann hefur verið einn sterkasti fimleikamaður Svíþjóðar í 10 ár. Hann býr yfir mikilli reynslu af þjálfun einstaklinga á hæðsta erfiðleikastigi í fimleikum og hefur starfað …

Sumarpakki Fimleikadeildarinnar

Fimleikadeild AftureldingarFimleikar

Þetta sumarið er fimleikadeildin með svakalegan pakka í gangi. Við erum í samstarfi við sunddeildina með heilsdagsnámskeiðin okkar þar sem nóg verður um fimleika og sundferðir. Deildin verður með sitt flotta hálfsdagsnámskeið sem var mjög vinsælt í fyrra. Bara svo að það sé skýrt þá tökum við á móti börnunum klukkan 8:00 á morgnanna. Það er hægt að panta hádegismat …

Aðalfundur Fimleikadeildar Aftureldingar

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding, Fimleikar

Stjórn fimleikadeilar Aftureldingar boðar til aðalfundar fimmtudaginn 4. apríl kl 17:30. Fundurinn verður haldinn í Vallarhúsinu við íþróttamiðstöðina að Varmá í Mosfellsbæ. Framboð til stjórnarstarfa skulu berast eigi síðar en 31.mars og skal framboðum skilað til framkvæmdarstjóra Aftureldingar gretar@afturelding.is. Dagskrá fundar Fundarsetning Kosning fundarstjóra og fundarritara Formaður deildarinna gerir grein fyrir starfsemi deildarinnar á liðnu starfsári Gjaldkeri deildar leggur fram …

Fullorðinsfimleikar

Fimleikadeild AftureldingarFimleikar

Fimleikadeild Aftureldingar fer á flug með fullorðinsfimleika sem hefjast þriðjudaginn 10. október. Hún Lena Dögg verður aðalþjálfarinn og hefur hún mikla þekkingu á fullorðinsfimleikum. Það er ekkert mál að koma og prófa hjá okkur 1-2 tímar og sjá svo til. Frekari upplýsingar má nálgast hjá fimleikar@afturelding.is.

Æfingabúðir í Danmörku

Fimleikadeild AftureldingarFimleikar

Takk fyrir geggjaða 8 daga ! Í síðutu viku eða dagana 17. júní til 24. júní fóru elstu hópar fimleikadeildarinnar til Danmerkur í æfingabúðir. Við fengum að leigja skóla og einn flottasta fimleikasal Evrópu í bænum Helsinge. Gisting, matur og aðstaða til að æfa sem var allt á sama staðnum. Ferðin var vel skipulögð af þjálfurum og fararstjórum og heppnaðist …

Magnað tímabil

Fimleikadeild AftureldingarFimleikar

Þá er keppnistímabil fimleikadeildar Aftureldingar lokið og endaði þetta allt saman á flottri frammistöðu 4. flokka í A deild á Vormóti yngri flokka. Síðasta tímabil kvöddum við Covid að mestu leiti, þá náðu hóparnir okkar nokkrum mótum. Þetta tímabil bætti síðasta heldur betur upp og fór deildin á 15 mót í vetur, spilaði fram 16 mismunandi liðum, náðu í fleiri …