Eigum tvo fulltrúa í U 18 ára landsliðshóp íslands

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

U18 ára landsliðshópur valinn Valin var 22 manna hópur sem mun æfa saman 5 – 7 janúar. Við erum stolt að segja frá því að við eigum tvær stelpur í þeim hópi. Það eru þær Þóra María Sigurjónsdóttir miðjumaður og Brynja Rögn Ragnarsdóttir línumaður. Við óskum þeim innilega til hamingju sem og góðs gengis í janúar.

Vinningsnúmer í Jólahappdrætti 2017

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Dregið hefur verið í Jólahappdrætti meistaraflokks kvenna 2017 Hægt er að vitja vinningana 3.janúar – 31.mars 2018 á skrifstofu félagsins 2 hæð að Varmá. Óskum vinningshöfum innilega til hamingju með vinninginn. Þökkum kærlega fyrir stuðninginn Gleðilega hátíð

Jólahappdrættið komið í sölu

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Hið árlega Jólahappdrætti meistaraflokks kvenna er komið í sölu. Hægt er að nálgast miða hjá stelpunum okkar í meistaraflokki kvenna en einnig eru okkar flottu iðkendur í fjórða og fimmta flokk karla og kvenna að labba í götur mosfellsbæjar á næstu dögum. Dregið verður 23.desember 2017. Vinningar. 1. 50.000 kr gjafabréf frá Vita ferðum 2. Gisting fyrir tvo ásamt morgunverði …

Apótekarinn býður á leik !

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Apótekarinn býður á stórleik Aftureldingar og FH að Varmá mánudaginn 11.desember kl 19:30 Þeir sem versla í Apótekaranum í Mosfellsbæ og koma með kvittun fyrir kaupunum á leik Aftureldingar og FH fá frítt fyrir sig og fjölskylduna á leikinn. Mætun öll og hvetjum Aftureldingu til sigurs. Áfram Afturelding Apótekarinn er stoltur stuðningsaðili Aftureldingar.

Íslandsmót fyrir 5 fl kk – eldri um helgina

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Um helgina 18 – 19. nóvember mun barna- og unglingaráð halda handknattleiksmót fyrir 5 fl kk eldri í íþróttahúsinu við Varmá.  Mótið stendur yfir frá kl. 10 á laugardeginum og lýkur kl. 16 á sunnudeginum.  Búast má við að um 600 manns heimsæki húsið þessa helgi.

Keiluhallarmót handknattleiksdeildar Aftureldingar

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Keiluhallarmót Aftureldingar í handbolta var haldið laugardaginn 28.október síðastliðinn. Mótið heppnaðist mjög vel en um 320 handboltasnillingar í 8. flokki drengja og stúlkna mættu og skemmtu sér saman. Að loknu móti fengu allir verðlaunapening, kókómjólk frá MS, Pagen snúða frá Ó j og kaaber og frítt í keilu frá keiluhöllinni. Þökkum öllum kærlega vel fyrir komuna.

Herra- og kvennakvöld UMFA

Ungmennafélagið AftureldingBlak, Handbolti, Knattspyrna

Í nóvember mun Afturelding standa fyrir tveimur stórum viðburðum. Herrakvöld Aftureldingar fer fram 10. nóvember í Harðarbóliog degi síðar eða 11. nóvember fer Kvennakvöld Aftureldingar fram á sama stað.  Meistaraflokkar félagsins í blaki, handbolta og knattspyrnu standa sameiginlega að þessum tveimur viðburðum. „Þetta verður frábær helgi fyrir Mosfellinga og stuðningsmenn Aftureldingar,“ segir Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri Aftureldingar. „Við höfum horft með öfundaraugum á …

Hörkuleikur að Varmá

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Stelpurnar okkar tóku á móti öflugu liði HK í Grill66 deildinni í gær. Okkar stelpur byrjuðu leikinn af mikilli hörku og var staðan í hálfleik 11 – 7.  Þær heldu áfram fyrri krafti í seinni hálfleik og voru 6 mörkum yfir.  Hk tekur leikhlé Þegar 20 mín eru eftir af leiknum og eftir það koma þær af fullum krafti skiptu …