Fimm stelpur á landsliðsæfingum um helgina.

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Erum stolt að segja frá því að handknattleiksdeild Aftureldingar á fimm fulltrúa á landsliðsæfingum kvenna er fóru fram núna um helgina. Fulltrúar okkar eru þær Þóra María Sigurjónsdóttir U17 Eva Dís Sigurðardóttir U17 Margrét Erla Hákonardóttir U17 Anna Katrín Bjarkadóttir U15 Erla Kristín Andrésdóttir U15 Handknattleiksdeild Aftureldingar óskar þeim innilega til hamingju 

Aðalfundur handknattleiksdeildar 22.mars kl 20:00

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Aðalfundur handknattleiksdeildar Aftureldingar verður miðvikudaginn 22.mars kl 20:00 í Vallarhúsinu við Varmá. Dagskrá: venjuleg aðalfundarstörf 1. Kosning fundarstjóra 2. Kosning fundarritara 3. Skýrsla stjórnar lögð fram 4. Endurskoðaðir ársreikningar lagðir fram 5. Umræður um skýrslu stjórnar 6. Umræður og atkvæðagreiðsla um reikninga 7. Kosning formanns 8. Kosning tveggja stjórnarmanna 9. Kosning í meistaraflokksráð 10. Kosning í barna- og unglingaráð 11. …

Kæru stuðningsmenn í Mosó

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Takk fyrir frábæran stuðning i leikjunum i final4 Coca Cola bikarnum um helgina. Stemningin og stuðningurinn i stúkunni var stórkostlegur og það er staðfest að Afturelding á bestu stuðningsmenn landsins! Framundan er spennandi lokasprettur á Íslandsmótinu og svo úrslitakeppnin um Íslandsmeistaratitilinn. Við ætlum okkur, með frábærum stuðningi ykkar allra að leggja allt i sölurnar til þess ná í þessa titla. …

Forsalan í fullum gangi.

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Forsalan er í fullum gangi. Hægt er að kaupa miða – Afgreiðslunni að Varmá – Ísband ( fíat umboðið ) þverholti Einnig á eftirfarandi hlekkjum á netinu: -Fullorðnir:   https://www.tix.is/is/buyingflow/specialoffer/iz4zpvegq7qxu/ -Börn:          https://www.tix.is/is/buyingflow/specialoffer/z6pnidot2rrca/ Með því að versla miðana á þessum stöðum eða með því að fylgja þessum hlekkjum styrkir þú Aftureldingu þar sem ágóðinn af þessum miðum rennur …

Einar Andri gerir nýjan samning við Aftureldingu

Handknattleiksdeild AftureldingarAfturelding, Handbolti

– Fjórir lykilmenn semja til ársins 2020 –
Meistaraflokksráð Aftureldingar karla í handbolta og Einar Andri Einarsson, þjálfari liðsins, hafa gert með sér nýjan samning um að Einar Andri þjálfi lið Aftureldingar næstu þrjú árin. Fyrri samningur Einars Andra rennur út í vor en hann hefur þjálfað liðið með mjög góðum árangri síðustu þrjú keppnistímabil.

Þrír í U15 ára landsliði íslands

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Maksim Akbashev þjálfari u-15 ára landsliðs karla hefur valið hóp sem fer í æfingaferð til Álaborgar í Danmörku 12.-19. júní nk. Þar verður æft við frábærar aðstæður og spilaðir æfingaleikir. Afturelding á þrjá fulltrúa í þeim hópi það eru þeir Arnór Gauti Jónsson, Brynjar Vignir Sigurjónsson og Eyþór Wöhler. Óskum þeim innilega til hamingju sem og góðs gengis.

Fullt hús stiga til Íslandsmeistara eftir þriðja mót tímabilsins.

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Strákarnir okkar í 6 fl kk yngra ári hafa verið á mikilli siglingu í vetur. Þriðja íslandsmótið var núna um helgina og unnu þeir alla sína leiki í 1.deild og þar með mótið. Þeir hafa því unnið öll þrjú mótin í vetur og eru því með fullt hús stiga til Íslandsmeistara. Það eru tvö mót eftir af þessu tímabili og …

Allir í handbolta

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Handknattleiksdeild Aftureldingar er í HM stuði þessa dagana og af því tilefni langar okkur að bjóða þér að koma á æfingu hjá okkur dagana 16-24 janúar. Tímatöfluna er að finna hér https://afturelding.is/fileadmin/user_upload/Handbolti/aefingatimar_2016-2017.pdf

Þrír Aftureldingarmenn í B landsliði Íslands

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Einar Guðmundsson stýrir B landsliði Íslands og hefur hann valið 14 leikmenn fyrir þetta verkefni.  Afturelding á þrjá leikmenn í þessum hópi og það eru þeir Árni Bragi Eyjólfsson, Elvar Ásgeirsson og Gunnar Malmquist Þórsson.  Liðið kemur saman og æfir í dag og á morgun og spila síðan um helgina tvo vináttulandsleiki við Grænland.  Báðir leikirnir fara fram í TM-Höllinni, …