Nú mæta allir að Ásvöllum laugardaginn 14.5 kl 16:00 og styðjum strákana okkar til sigurs. ÁFRAM AFTURELDING.
Forsala á Afturelding – Haukar
Forsala á leik 2 Afturelding – Haukar byrjar á hádegi á morgun leikdag í afgreiðslunni að Varmá. Leikurinn er kl 19:30, mætum tímanlega því húsið verður troðið. Áfram Afturelding !!
Strákarnir okkar tóku forystuna í úrslitaeinvíginu um íslandsmeistaratitilinn.
Strákarnir okkar tóku forystuna og heimavallaréttinn í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í dag eftir sigur á Haukum 31 – 34.Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks en okkar strákar náði frumkvæðinu seinni hluta hálfleiksins og létu það ekki af hendi það sem eftir lifði leiks. Þrátt fyrir það var gríðarleg spenna í leiknum og var það ekki fyrr en á síðustu …
B Úrslitakeppni 3 flokks karla.
Leikið var í 8 liða úrslitunum Í B úrslitakeppni 3 flokks karla í dag. Lokatölur leikja voru. Afturelding – Haukar 2 28-25 Fram – HK2 34-24 Selfoss – ÍBV2 30-38 Stjarnan – Þór AK2 28-26 Undanúrslitin hófust í morgun á leik Stjörnunnar og ÍBV2. ÍBV2 hafði betur og vann 25 – 29. kl 12:30 spiluðu Fram og Afturelding og sigruðu …
Svakalegur leikur að Varmá. Staðan er 2-2 !!
Strákarnir okkar voru komnir upp við vegg fyrir leik liðanna í dag. það var kunnugleg staða en strákarnir voru á nákvæmlega sama stað í undanúrslitunum á móti ÍR í fyrra, Þeir voru ákveðnir að þeir ætluðu ekki í sumarfrí eftir daginn í dag. Byrjuðu þeir leikinn af miklum krafti og náðu strax góðu forskoti og var munurinn í hálfleik …
ALLIR Á VÖLLINN KL 17:00 Í DAG !!!
Staðan í undarúrslita einvíginu er 2 – 1 fyrir Val. Strákarnir okkar ætla EKKI í sumarfrí í dag og eigum við von á hörkuleik að Varmá í dag kl 17:00. Upphitun hefst kl 15:00 á hvíta riddaranum. EKKI MISSA AF ÞESSUM LEIK. ÁFRAM AFTURELDING !!!!!
Staðan er 1 – 1 í undanúrslitunum.
Valsmenn komu og sigruðu okkar stráka í gær eftir hörkuleik hér á Varmá. Hálfleikstölur voru 11-13 og